Allir vita að fegurðin kemur innan frá en fallegt útlit skemmir ekki fyrir. Hvort sem það er fyrir aðra eða bara fyrir mann sjálfan þá hafa snyrtivörur verið vinsælar svo lengi sem elstu menn muna.

Viðskiptablaðið hefur tekið saman nokkrar gjafahugmyndir, frá húðvörum til förðunarvara, sem líklegar eru til að slá í gegn.

BIOEFFECT Power tvenna

BIOEFFECT verslunin er í Hafnarstræti.
BIOEFFECT verslunin er í Hafnarstræti.

Vörurnar frá BIOEFFECT njóta mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu en þær hafa hlotið ýmis verðlaun í gegnum tíðina. Vörurnar eru framleiddar með plöntulíftækni og eru gjafasettin tilvalin gjöf fyrir öll kyn. Fyrir þroskaða húð er EGF Power Performance settið tilvalið en það inniheldur serum og krem í fullri stærð sem eru sérstaklega hönnuð til að vinna gegn sjáanlegum merkjum öldrunar. Gjafasettin eru myndskreytt af listakonunni Doddu Maggý.

BIOEFFECT

31.490 krónur

Tríó frá Anastasia Beverly Hills

Anastasia Beverly Hills fæst hjá Nola.
Anastasia Beverly Hills fæst hjá Nola.

Anastasia Beverly Hills kann sitt fag en hún hefur um árabil gert garðinn frægan með framúrskarandi vörum fyrir augabrúnir. Vörur frá merkinu eru vandaðar og gerðar til að endast. Rose Metals Deluxe Trio gjafapakkinn sameinar allt það besta en í pakkanum má finna gullfallega augnskuggapallettu, maskara og glært augabrúnagel.

Nola

15.990 krónur

L‘Occitane möndluolía

L'Occitane verslunin er í Kringlunni.
L'Occitane verslunin er í Kringlunni.

Möndlulínan frá L‘Occitane er ómótstæðileg og hefur reynst vinsæl til fjölda ára. Möndluolían er rík af Omega 9 fitusýrum sem næra og vernda húðina og henni fylgir gómsætur ilmur af heitum möndlum og dýrindis vanillu. Sturtuolían og líkamsolían úr línunni eru frægustu vörurnar frá merkinu og fyrir þá sem vilja gera vel við sig mælum við með báðum vörunum.

L‘Occitane

Frá 3.100 og 6.240 krónum

Silkimjúkt frá Sensai

Sensai Cellular Performance línan fæst í Hagkaup.
Sensai Cellular Performance línan fæst í Hagkaup.

Hendur og varir eru eitthvað sem má ekki gleymast meðan veturinn gengur yfir hér á landi. Vörurnar frá Sensai, sem notast við Koishimaru silki frá Japan, henta einstaklega vel og veita óviðjafnanlegan raka. Við mælum með Total Lip Treatment og Intensive Hand Treatment fyrir silkimjúkar varir og hendur.

Hagkaup

11.999 og 14.899 krónur

Jólagjafahandbókin fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér og nálgast blaðið hér.