Þó sparkarar í NFL séu á meðal launalægstu leikmanna deildarinnar þá er Justin Tucker, sparkari hjá Baltimore Ravens, með 60% hærri tekjur en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Árni Oddur er launahæsti forstjóri fyrirtækis í íslensku kauphöllinni með um 43 milljónir króna ári. Í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær er ítarleg umfjöllun um laun leikmanna í NFL.
Meðallaun í deildinni eru ríflega 3 milljónir dollara á ári, eða 415 milljónir króna. Lágmarkslaun nýliða í deildinni eru ríflega 700 þúsund dollarar á ári eða 97 milljónir króna.
Laun leikmanna fara fyrst og síðast eftir því hvaða stöðu þeir spila. Leikstjórnendur (e. quarterback) eru með hæstu launin. Útherjar (e. wide receiver) og varnarmenn koma næst á eftir, þá hlauparar (e. running back) og loks leikmenn sem skipa sérlið (e. special team) en þeir eru lægstir í launastiganum.
Alls eru 32 lið í NFL-deildinni. Tíu launahæstu leikstjórnendurnir eru með frá 35 til 50 milljónir dollara í árslaun.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.