Hraðstefnumót Öskju hófst í dag þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni.

Fyrsta Hraðstefnumótið verður haldið í Vestmannaeyjum, en bílarnir munu í kjölfarið heimsækja Höfn, Egilsstaði, Reyðarfjörð, Akureyri, Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm.

„Um er að ræða viðamesta “roadshow” í sögu Öskju. Við verðum með tvo stóra bílaflutningabíla og alls 14 nýja bíla til sýnis og sölu sem reyndir sölufulltrúar Öskju kynna á hverjum stað fyrir sig. Við leggjum mikla áherslu á rafmagn í þessari ferð þar sem 13 af 14 bílum sem við kynnum eru búnir rafmagni á einn eða annan hátt,“ segir Egill Örn Gunnarsson, einn verkefnastjóra Hraðstefnumóta Öskju á landsbyggðinni.

Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri Öskju, segir mikilvægt að heimsækja þann trygga hóp viðskiptavina sem finnst um allt land. Tilgangur ferðalagsins hafi einmitt verið að gefa íbúum um land allt tækifæri á að kynnast kynnast bílunum betur og finna þann eina rétta.

„Við hvetjum alla þá sem hafa hug á að stíga þetta skref til að gera það sem fyrst, áður en verð á rafbílum hækkar,“ segir Sigríður.