Hátíðin er skipulögð af af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir vinnu tók púlsinn á Helgu Ólafsdóttur, stjórnanda HönnunarMars, en hún segir hátíðina í ár snúa öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki.

Hátíðin er skipulögð af af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Eftir vinnu tók púlsinn á Helgu Ólafsdóttur, stjórnanda HönnunarMars, en hún segir hátíðina í ár snúa öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki.

Samstarf 66°Norður og listakonunar Ýrúrarí er meðal þess sem er að finna á HönnunarMars í ár.

Hvert er gildi Hönnunarmars fyrir íslenska hönnuði?

Eitt lykilmarkmið hátíðarinnar er að kynna íslenska hönnun og arkitektúr, innanlands sem erlendis og þar gefst hönnuðum til að sýna það sem er að gerast núna, það er líka vettvangur fyrir spennandi samstarf, innblástur og ekki síst samtöl.

Ég vil nýta tækifærið og benda sérstaklega á málþingið Fjárfestum í hönnun, sem fór fram í fyrsta sinn í fyrra í samstarfi við Landsbankann og vakti mikla lukku, enda mjög mikilvæg umræða sem við fundum að þörf væri á. Í ár verður það föstudaginn 26. apríl þar sem erlendir og innlendir hönnuðir og fjárfestar koma fram. Mig langar líka að hvetja alla til að nýta HönnunarMars til að skoða og kynna sér íslenska hönnun og kaupa sér íslenskar vörur og flíkur.

Í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kemur út á morgun, miðvikudag, má finna ítarlega umfjöllun um allt það helsta á HönnunarMars.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.