Rétt fyrir utan Damaskus, höfuðborg Sýrlands, situr veitingastaður sem kallast Bawabet Dimashq. Árið 2008 rataði staðurinn inn í heimsmetabók Guinness en hann er sagður vera sá stærsti í heimi.
Bawabet Dimashq er 54 þúsund fermetrar að stærð en það jafngildir rúmlega tíu fótboltavöllum. Nafn staðarins þýðir einfaldlega Damaskus-hliðið á arabísku.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2002 af sýrlenska fyrirtækjaeigandanum Shaker al Samman og hefur vakið mikla athygli, sérstaklega eftir útnefningu Guinness.
Gosbrunnar, fossar og eftirlíkingar af fornum rústum einkenna þetta risastóra rými en veitingastaðurinn er samsettur úr sex mismunandi hlutum sem býður upp á arabískan, kínverskan, indverskan, íranskan, miðausturlenskan og sýrlenskan mat.
Á háannatíma starfa um 1.800 manns á staðnum og eru kokkarnir sérþjálfaðir til að bjóða fram 25 til 30 rétti á mínútu.
Bawabet Dimashq fær einnig mjög góða dóma fyrir matinn og er til að mynda með 4,5 stjörnur af 5 á Google Reviews. Viðskiptavinir mæla sérstaklega með kofta lambi og hummus-réttunum og segjast hafa gaman af leiktækjasalnum og klessubílunum.
Greint var frá því að veitingastaðurinn hafi verið eyðilagður að hluta til og þurfti að loka þegar borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi árið 2011. Samkvæmt Syrian Arab News Agency opnaði staðurinn þó aftur árið 2018.