Gott samband við maka er ekki sjálfsagður hlutur. Ástarsamband þarf að rækta eins og öll önnur sambönd í lífinu. Það á líka við um samband okkar við okkur sjálf.

Fjölbreytt og regluleg stefnumót er mjög leið til að rækta sambandið og til að lífga upp á hversdagsleikann.

Eftir vinnu hefur tekið saman fjöldan allan af stefnumótahugmyndum fyrir lesendur sem verða birtar á næstu vikum. Hér eru fyrstu fimm hugmyndirnar.

Málið ykkar eigin leirhlut

Noztra er skapandi leirsmiðja sem er staðsett við höfnina úti á Granda. Þetta er notalegur staður þar sem þið getið spjallað, hlegið saman og málað ykkar eigin leirhluti... eða jafnvel fyrir hvort annað.

Spa

Það er alltaf jafn endurnærandi að fara í spa, sérstaklega ef það hefur verið mikið að gera hjá ykkur. Þette er afslöppuð og rómantísk hugmynd að stefnumóti.

Ísdeit er alltaf góð hugmynd.
Ísdeit er alltaf góð hugmynd.

Göngutúr í ísbúðina

Fyrir öll sem elska ís þá er göngutúr út í ísbúð frábær og einföld hugmynd. Þið getið ýmist rölt heim með ísinn eða borðað hann á ferðinni.

Bílabíó

Bílabíó getur bæði verið látlaust og íburðarmikið í framkvæmd. Einfaldasta útgáfan af því er að taka spjaldtölvu eða fartölvu með út í bíl, jafnvel teppi og smá nasl líka, og velja sér svo mynd í sameiningu til að horfa á.

Ef þið viljið taka þetta ennþá lengra þá getiði lagt aftursætin niður í bílnum, sett dýnu, teppi og kodda í bílinn, komið ykkur vel fyrir og horft á einhverja góða mynd.

Sameiginlegt markmið

Flestir eru mjög uppteknir við dagleg verkefni alla daga, fókuseraðir á sjálfan sig eða alltaf fastir í sömu rútínunni. Því til tilbreytingar getur verið gaman að setja sér markmið með makanum sínum sem þið getið unnið saman að því að ná. Það getur t.d. verið að læra nýtt tungumál, smíða nýtt húsgagn, læra nýja íþrótt eða hvað svo sem ykkur dettur í hug.