Við eigum það flest til að vera mjög vanaföst og er líkamsrækt engin undnantekning á því.

Eftir vinnu ætlar á næstu vikum að gefa lesendum hugmyndir af æfingum sem þeir geta nýtt sér sem innblástur fyrir sínar æfingar og til að auka vonandi fjölbreytni þeirra í ræktinni.

Fyrsti líkamshlutinn sem við ætlum að taka fyrir er miðjan okkar (core). Sterk miðja skilar bættri líkamsstöðu, líkamsbeitingu í öllum öðrum æfingum og líkamsbeitingu við daglegar athafnir.

Bird Dog

  • Komdu þér fyrir á fjórum fótum með axlir beint fyrir ofan úlnliði og mjaðmir beint fyrir ofan hné.
  • Lyftu svo upp hægri hendi og vinstri fæti samtímis þannig að þú myndir beina línu með líkamanum frá hæl og fram í fingur.
  • Slakaðu svo hendinni og fætinum aftur niður í upphafsstöðu og endurtaktu með vinstri hendi og hægri fæti.
  • Gott er að ímynda sér að þú sért að draga naflann upp í loft til að halda kviðspennu í gegnum alla æfinguna.

Myndband af æfingunni má finna hér.

Deadbug

  • Komdu þér fyrir í liggjandi stöðu með hnén í 90 gráðum beint fyrir ofan mjaðmir og hendur beint fyrir ofan axlir.
  • Láttu svo hægri hendi og vinstri fót síga niður í átt að gólfi án þess að missa mjóbakið frá gólfinu.
  • Lyftu hendinni og fætinum aftur upp í byrjunarstöðu og endurtaktu með vinstri hendi og hægri fæti.
  • Gott er að ímynda sér að þú sert að draga naflann í átt að gólfinu til að halda kviðspennu og mjóbakinu í gólfinu. Styttu hreyfinguna ef þú missir mjóbakið frá gólfinu.

Myndband af æfingunni má finna hér.

Planki

  • Komdu þér fyrir á gólfinu með tærnar undir þig og lófa beint undir öxlum.
  • Spenntu kvið, rass og læri þannig að líkaminn myndi nánast beina línu.
  • Passaðu að mjaðmirnar falli ekki í átt að gólfi né lyftist mikið upp.

Myndband af æfingunni má finna hér.

Suitcase Carry

  • Labbaðu með þungt lóð í annarri hendinni.
  • Reyndu að halda þér eins stöðugum og þú getur þannig að lóðið togi þig ekki niður. Þú stjórnar lóðinu en ekki lóðið þér.

Myndband af æfingunni má finna hér.