Þórunni Högna stílista, fyrrum ritstjóra Home Magazine og núverandi blaðamann Húsa og Híbýla þarf vart að kynna en hún er annáluð smekkkona og landsþekktur fagurkeri. Þórunn er einnig þekkt fyrir að fara bókstaflega alla leið þegar kemur að smáatriðum og fallegum skreytingum. Enda útkoman yfirleitt eftir því. Þórunn birtist landsmönnum í aðventuþætti Völu Matt á Stöð 2 í gær þar sem hún var búin að dekka upp stórglæsilegt áramótaborð. Eftir vinnu spurði hana hver innblásturinn af borðinu hefði verið og það stóð ekki á svörum. „Glimmer, glimmer, glimmer, ég spreyjaði glimmeri á gamalt jólaskraut og gaf því nýtt líf, svo að glamúrinn var allsráðandi á áramótaborðinu að þessu sinni," segir Þórunn.

Dökkir litir spiluðu einnig stórt hlutverk í bland við hvítan dúk og greni og köngla.

Eins og sjá má er úkoman hin glæsilegasta.

Fagurkerarnir Þórunn Högna og Vala Matt.

Þórunni Högna stílista, fyrrum ritstjóra Home Magazine og núverandi blaðamann Húsa og Híbýla þarf vart að kynna en hún er annáluð smekkkona og landsþekktur fagurkeri. Þórunn er einnig þekkt fyrir að fara bókstaflega alla leið þegar kemur að smáatriðum og fallegum skreytingum. Enda útkoman yfirleitt eftir því. Þórunn birtist landsmönnum í aðventuþætti Völu Matt á Stöð 2 í gær þar sem hún var búin að dekka upp stórglæsilegt áramótaborð. Eftir vinnu spurði hana hver innblásturinn af borðinu hefði verið og það stóð ekki á svörum. „Glimmer, glimmer, glimmer, ég spreyjaði glimmeri á gamalt jólaskraut og gaf því nýtt líf, svo að glamúrinn var allsráðandi á áramótaborðinu að þessu sinni," segir Þórunn.

Dökkir litir spiluðu einnig stórt hlutverk í bland við hvítan dúk og greni og köngla.

Eins og sjá má er úkoman hin glæsilegasta.

Fagurkerarnir Þórunn Högna og Vala Matt.