Hér er á ferðinni nýr rafbíll sem óneitanlega hefur margt í útliti frá stóru bræðrum sínum þó að hér sé á engan hátt smækkuð mynd af þeim.

Það má segja að hvar sem litið sé á bílinn þá fangar hann athyglina og ánægjulegt þegar framleiðendur ná að búa til bíl sem nær að heilla á svo margan hátt.

EV3 kemur í þremur útfærslum og er sú fjórða væntanleg. Þær heita Air, Earth, Luxury og GT-Line. Við fengum að reynsluaka Luxury útfærslunni sem er á 19” álfelgum með 360° myndavél svo fátt eitt sé nefnt.

Staðalbúnaður EV3 er góður og má þar nefna 12,3” mælaborð og 12,3” margmiðlunarskjár sem tengjast og mynda eina heild. Kemur þetta flott út í einföldu en fallega hönnuðu innanrýminu.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.