Orðrómur er innan tæknigeirans um að Apple sé að þróa sýndaveruleikagleraugu sem áformað er að kynna á WWDC tækniráðstefnunni í júní næstkomandi. Sérstök áhersla er lögð á einfalda notendaupplifun, sem er aðalsmerki Apple, með það að markmiði að sem flestir geti tileinkað sér tæknina.
Gleraugun koma til með að styðja bæði sýndar- og blandaðan veruleika (e. Virtual/Artificial Reality). Apple vinnur nú að því að aðlaga forrit sem flestir iOS notendur þekkja að þessari tækni og þess má vænta að hægt verði að vafra um í Safari, skipuleggja dagatalið í Calendar, skoða myndir o.fl. með gleraugunum.
Þá er þess vænst að tækið bjóði upp á íþróttaviðburði, kvikmyndaupplifun, leiki og hreyfingu, samkvæmt heimildum Bloomberg.