Tæknigeirinn hefur verið á blússandi siglingu undanfarin ár, hvað sem líður samdrætti og stöðnun ýmissa annarra þátta í efnahagslífi Vesturlanda undanfarinn áratug. Þar hafa átt sér stað gríðarlegar framfarir, en vöxtur og fjárfesting hefur ekki látið á sér standa. Lengst af hefur það verið fartæknin (Mobile Tech), sem hefur leitt þá þróun, en nýverið hefur dregið nokkuð úr vextinum. Nú horfa menn einkum til framfara á sviði gervigreindar og vélvirkni um framhaldið, en spáð er að framundan sé ekki minni bylting en menn hafa upplifað síðustu ár. Í því ljósi er ekki undarlegt að flestar stærstu og vinsælustu kaupmessur og ráðstefnur heims fjalli einmitt um tækni, tölvur og fjarskipti. Flestar ráðstefnur af þessu tagi eru dyggilega studdar helstu fyrirtækjum í greininni, en ekki þó allar. Þær snúa flestar bæði að tækni og markaði, en menn skyldu ekki vanmeta félagslega þáttinn. Hér eru nefndar nokkrar helstu tæknisýningar á alþjóðavísu, en það er ráðlegt að menn panti snemma. Ekki endilega vegna þess að miðarnir seljist upp, en bestu hótelin og ráðstefnusætin fara fljótt.

TED 2018 í Vancouver 10.-14. apríl
Af öllum heimsins ráðstefnum kemst engin með tærnar þar sem TED hefur hælana hvað ræðumannalistann áhrærir. Samt eru frummælendur aldrei kynntir fyrirfram, enda er markmiðið að koma ráðstefnugestum á óvart og vekja þá til umhugsunar um tækni, menningu og samfélagsbreytingar. Umfjöllunaefnið í ár er Öld undranna. En dýrt er drottins orðið, því miðaverðið byrjar í $5.000

Google I/O 2017 í Mountain View 8.-10. maí

Google heldur árlega forritararáðstefnu, sem er bæði fjölþætt og tæknileg. Í ár má búast við að kastljósið beinist að næstu útgáfu Android (P) og Google Assistant, en í því samhengi verða vafalaust kynntar frekari nýjungar tengdar Google Home, keppinauti Alexu frá Amazon. Þá grunar marga að Google kunni að kynna til sögunnar fleiri tæki, sem stefnt er á almennan neytendamarkað.

Centrum für Büroautomation, Informationstechnologie und Telekommunikation í Hannover 11.-15. júní

CeBIT er stærsta tölvusýning heims. Þar sýna um 3.000 fyrirtæki á 450.000 m2 gólffleti en gestir voru ríflega 200.000 í fyrra. Sýningin hefur tekið töluverðum breytingum, eftir að hún dalaði nokkuð upp úr fjármálakreppu og er nú fjórskipt í B2B sýningu, sprotasýningu, ráðstefnu um stafræna framtíð og allsherjar tæknihátíð undir berum himni.

London Technology Week í Lundúnum 11.-17. júní

London er helsta alþjóðleg miðstöð há- tækni og nýmiðlunar utan Bandaríkjanna. Tæknivikan þar er samansafn meira en 300 viðburða og fer fram um alla borg, mest þó í Shoreditch og í kringum Kísilhringtorgið við Old Street. Gert er ráð fyrir ríflega 55.000 þátttakendum frá meira en 90 löndum, til þess að kanna snertifleti tækni, iðnaðar, fjármála, menningar og samfélags.

Disrupt SF 2018 T echCrunch Disrupt í San Francisco 5.-7. september

Disrupt er með betri sprotaráðstefnum, þar sem menn þinga um gervigreind, sýndarveruleika, fjártækni og bálkakeðjur, heilsutækni, fartækni, vélvirkni og fjármögnun. Svo fátt eitt sé talið. Þar má jafnan finna mikið úrval helstu frumkvöðla og hugsuða tæknigeirans í ræðustól. Stærsti kosturinn er þó kannski sá að þar er ekki aðeins að finna flottustu nörda heims, heldur einnig mikið af áhættufjárfestum í sprotaheiminum.

Web Summit í Lissabon 5.-8. nóvember

Web Summit er aðeins nokkurra ára gömul en er orðin ein stærsta tækniráð- stefna heims. Hana sækja um 70.000 manns hvaðanæva úr heiminum, en tímarítið Forbes lýsti henni sem Davos fyrir nörda. Þar er ekki minni áhersla lögð á hið menningarlega og félagslega en hið tæknilega í umbrotum vorra tíma. Og partíin eru sögð þau bestu í bransanum.

WWDC 2018 Apple Worldwide Developers Conference (sennilega í San Jose 4.-8. júní)

Apple tekur ekki þátt í vörusýningum, en heldur hins vegar eigin ráðstefnur og kynningar. Mestu tíðindin koma jafnan á forritararáðstefnunni WWDC, sem haldin er sumar hvert. Gert er ráð fyrir að þar verði kynntar veigamiklar hugbúnaðaruppfærslur fyrir iOS, macOS, watchOS og tvOS, auk þess sem þar er iðulega forsýning á nýjum vélbúnaði. Þá er uppi orðrómur um að kynnt verði ný leiðarlýsing og veruleg uppfærsla fyrir Siri, sem verði sameiginlegt gervigreindarmiðverk allra tækja frá Apple.

IFA í Berlín 31. ágúst-5.september

IFA er ein stærsta tæknisýning Evrópu, en þar er fókusinn á hvers kyns hátækni fyrir neytendamarkað. Hún hefur farið ört stækkandi á undanförnum árum.

Tæknigeirinn hefur verið á blússandi siglingu undanfarin ár, hvað sem líður samdrætti og stöðnun ýmissa annarra þátta í efnahagslífi Vesturlanda undanfarinn áratug. Þar hafa átt sér stað gríðarlegar framfarir, en vöxtur og fjárfesting hefur ekki látið á sér standa. Lengst af hefur það verið fartæknin (Mobile Tech), sem hefur leitt þá þróun, en nýverið hefur dregið nokkuð úr vextinum. Nú horfa menn einkum til framfara á sviði gervigreindar og vélvirkni um framhaldið, en spáð er að framundan sé ekki minni bylting en menn hafa upplifað síðustu ár. Í því ljósi er ekki undarlegt að flestar stærstu og vinsælustu kaupmessur og ráðstefnur heims fjalli einmitt um tækni, tölvur og fjarskipti. Flestar ráðstefnur af þessu tagi eru dyggilega studdar helstu fyrirtækjum í greininni, en ekki þó allar. Þær snúa flestar bæði að tækni og markaði, en menn skyldu ekki vanmeta félagslega þáttinn. Hér eru nefndar nokkrar helstu tæknisýningar á alþjóðavísu, en það er ráðlegt að menn panti snemma. Ekki endilega vegna þess að miðarnir seljist upp, en bestu hótelin og ráðstefnusætin fara fljótt.

TED 2018 í Vancouver 10.-14. apríl
Af öllum heimsins ráðstefnum kemst engin með tærnar þar sem TED hefur hælana hvað ræðumannalistann áhrærir. Samt eru frummælendur aldrei kynntir fyrirfram, enda er markmiðið að koma ráðstefnugestum á óvart og vekja þá til umhugsunar um tækni, menningu og samfélagsbreytingar. Umfjöllunaefnið í ár er Öld undranna. En dýrt er drottins orðið, því miðaverðið byrjar í $5.000

Google I/O 2017 í Mountain View 8.-10. maí

Google heldur árlega forritararáðstefnu, sem er bæði fjölþætt og tæknileg. Í ár má búast við að kastljósið beinist að næstu útgáfu Android (P) og Google Assistant, en í því samhengi verða vafalaust kynntar frekari nýjungar tengdar Google Home, keppinauti Alexu frá Amazon. Þá grunar marga að Google kunni að kynna til sögunnar fleiri tæki, sem stefnt er á almennan neytendamarkað.

Centrum für Büroautomation, Informationstechnologie und Telekommunikation í Hannover 11.-15. júní

CeBIT er stærsta tölvusýning heims. Þar sýna um 3.000 fyrirtæki á 450.000 m2 gólffleti en gestir voru ríflega 200.000 í fyrra. Sýningin hefur tekið töluverðum breytingum, eftir að hún dalaði nokkuð upp úr fjármálakreppu og er nú fjórskipt í B2B sýningu, sprotasýningu, ráðstefnu um stafræna framtíð og allsherjar tæknihátíð undir berum himni.

London Technology Week í Lundúnum 11.-17. júní

London er helsta alþjóðleg miðstöð há- tækni og nýmiðlunar utan Bandaríkjanna. Tæknivikan þar er samansafn meira en 300 viðburða og fer fram um alla borg, mest þó í Shoreditch og í kringum Kísilhringtorgið við Old Street. Gert er ráð fyrir ríflega 55.000 þátttakendum frá meira en 90 löndum, til þess að kanna snertifleti tækni, iðnaðar, fjármála, menningar og samfélags.

Disrupt SF 2018 T echCrunch Disrupt í San Francisco 5.-7. september

Disrupt er með betri sprotaráðstefnum, þar sem menn þinga um gervigreind, sýndarveruleika, fjártækni og bálkakeðjur, heilsutækni, fartækni, vélvirkni og fjármögnun. Svo fátt eitt sé talið. Þar má jafnan finna mikið úrval helstu frumkvöðla og hugsuða tæknigeirans í ræðustól. Stærsti kosturinn er þó kannski sá að þar er ekki aðeins að finna flottustu nörda heims, heldur einnig mikið af áhættufjárfestum í sprotaheiminum.

Web Summit í Lissabon 5.-8. nóvember

Web Summit er aðeins nokkurra ára gömul en er orðin ein stærsta tækniráð- stefna heims. Hana sækja um 70.000 manns hvaðanæva úr heiminum, en tímarítið Forbes lýsti henni sem Davos fyrir nörda. Þar er ekki minni áhersla lögð á hið menningarlega og félagslega en hið tæknilega í umbrotum vorra tíma. Og partíin eru sögð þau bestu í bransanum.

WWDC 2018 Apple Worldwide Developers Conference (sennilega í San Jose 4.-8. júní)

Apple tekur ekki þátt í vörusýningum, en heldur hins vegar eigin ráðstefnur og kynningar. Mestu tíðindin koma jafnan á forritararáðstefnunni WWDC, sem haldin er sumar hvert. Gert er ráð fyrir að þar verði kynntar veigamiklar hugbúnaðaruppfærslur fyrir iOS, macOS, watchOS og tvOS, auk þess sem þar er iðulega forsýning á nýjum vélbúnaði. Þá er uppi orðrómur um að kynnt verði ný leiðarlýsing og veruleg uppfærsla fyrir Siri, sem verði sameiginlegt gervigreindarmiðverk allra tækja frá Apple.

IFA í Berlín 31. ágúst-5.september

IFA er ein stærsta tæknisýning Evrópu, en þar er fókusinn á hvers kyns hátækni fyrir neytendamarkað. Hún hefur farið ört stækkandi á undanförnum árum.