Hósiló hóf rekstur mitt í heimsfaraldrinum haustið 2020 og af þeirri tímasetningu má ráða að eigendur staðarins voru fyrst og fremst að höfða til matgæðinga sem eru búsettir hér á landi.
Staðurinn er lítill en innréttingar hlýlegar og andrúmsloft vinalegt sem og fas starfsfólks. Eitthvað sem helst alls ekki alltaf í hendur þegar kemur að matsölustöðum í þeim gæðaflokki sem Hósiló sannarlega er.
Matseðillinn á Hósiló er stuttur og hnitmiðaður. Hann er líka síbreytilegur. Yfirleitt er boðið upp á tvo forrétti og þrjá aðalrétti: Fisk, kjöt og grænmetisrétt. Verðið á þessum réttum er um og yfir 4 þúsund krónum. Þá er að jafnaði boðið upp á sérstakan fiskrétt og pastarétt á hverjum degi og er verðið á þessum réttum aðeins 2.500 krónur. Er óhætt að fullyrða að vandfundinn er sá staður á höfuðborgarsvæðinu sem býður jafn vandaðan og góðan mat sem matreiddur á framúrskarandi hátt á þessu verði.
Í stuttu máli er maturinn er Hósiló frábær og þrátt fyrir að hann sé eldaður af metnaði fer lítið fyrir stælum í matreiðslunni. Á staðnum er einfaldlega boðið upp á góðan mat sem er gaman að borða í góðum félagsskap. Þjónustan er svo til fyrirmyndar og að mörgu leyti minnir andrúmsloftið og viðmótið á litla veitingastaði sunnarlega í álfunni – það er að segja eins og þeir eru látnir koma áhorfendum fyrir sjónir í bandarískum bíómyndum.
Í stuttu máli: Hósiló er sennilega besti valkosturinn þegar kemur að hádegismat í borginni þegar fólk hefur tíma og andrými til að njóta matarins.
Hósiló hóf rekstur mitt í heimsfaraldrinum haustið 2020 og af þeirri tímasetningu má ráða að eigendur staðarins voru fyrst og fremst að höfða til matgæðinga sem eru búsettir hér á landi.
Staðurinn er lítill en innréttingar hlýlegar og andrúmsloft vinalegt sem og fas starfsfólks. Eitthvað sem helst alls ekki alltaf í hendur þegar kemur að matsölustöðum í þeim gæðaflokki sem Hósiló sannarlega er.
Matseðillinn á Hósiló er stuttur og hnitmiðaður. Hann er líka síbreytilegur. Yfirleitt er boðið upp á tvo forrétti og þrjá aðalrétti: Fisk, kjöt og grænmetisrétt. Verðið á þessum réttum er um og yfir 4 þúsund krónum. Þá er að jafnaði boðið upp á sérstakan fiskrétt og pastarétt á hverjum degi og er verðið á þessum réttum aðeins 2.500 krónur. Er óhætt að fullyrða að vandfundinn er sá staður á höfuðborgarsvæðinu sem býður jafn vandaðan og góðan mat sem matreiddur á framúrskarandi hátt á þessu verði.
Í stuttu máli er maturinn er Hósiló frábær og þrátt fyrir að hann sé eldaður af metnaði fer lítið fyrir stælum í matreiðslunni. Á staðnum er einfaldlega boðið upp á góðan mat sem er gaman að borða í góðum félagsskap. Þjónustan er svo til fyrirmyndar og að mörgu leyti minnir andrúmsloftið og viðmótið á litla veitingastaði sunnarlega í álfunni – það er að segja eins og þeir eru látnir koma áhorfendum fyrir sjónir í bandarískum bíómyndum.
Í stuttu máli: Hósiló er sennilega besti valkosturinn þegar kemur að hádegismat í borginni þegar fólk hefur tíma og andrými til að njóta matarins.
Veitingarýnin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, 29. september 2022.