Poppsöngkonan Taylor Swift er ein áhrifamesta tónlistarkona samtímans og á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim. Ný rannsókn bendir til að reynsla hennar af slæmri líkamsímynd og átröskun hafi hjálpað sumum aðdáendum að bæta eigin viðhorf og hegðun varðandi mat og líkamsímynd.

Rannsakendur skoðuðu yfir 8.300 athugasemdir í 200 vinsælustu TikTok og Reddit færslunum um Taylor Swift, átraskanir og líkamsímynd til að meta áhrif hennar á aðdáendur. „Niðurstöður okkar benda til að aðdáendur sem tengdust Swift mikið hafi breytt hegðun sinni eða viðhorfi á jákvæðan hátt varðandi mat eða líkamsímynd vegna opinberra yfirlýsinga hennar og skilaboða í tónlistinni,“ sagði Lizzy Pope, PhD, RD, meðhöfundur rannsóknarinnar og lektor í næringar- og matvælavísindum við Háskólann í Vermont í Burlington, í yfirlýsingu.

Poppsöngkonan Taylor Swift er ein áhrifamesta tónlistarkona samtímans og á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim. Ný rannsókn bendir til að reynsla hennar af slæmri líkamsímynd og átröskun hafi hjálpað sumum aðdáendum að bæta eigin viðhorf og hegðun varðandi mat og líkamsímynd.

Rannsakendur skoðuðu yfir 8.300 athugasemdir í 200 vinsælustu TikTok og Reddit færslunum um Taylor Swift, átraskanir og líkamsímynd til að meta áhrif hennar á aðdáendur. „Niðurstöður okkar benda til að aðdáendur sem tengdust Swift mikið hafi breytt hegðun sinni eða viðhorfi á jákvæðan hátt varðandi mat eða líkamsímynd vegna opinberra yfirlýsinga hennar og skilaboða í tónlistinni,“ sagði Lizzy Pope, PhD, RD, meðhöfundur rannsóknarinnar og lektor í næringar- og matvælavísindum við Háskólann í Vermont í Burlington, í yfirlýsingu.

Gríðarlegur fjöldi að glíma við átröskun

Áhrif Swift á aðdáendur skiptir máli í ljósi þess að rannsóknir sýna að um níu prósent Bandaríkjamanna, eða 28,8 milljónir manna, munu einhvern tíma á ævinni upplifa átröskun. Tæplega níu prósent kvenna og fjögur prósent karla glíma við röskunina. Allt að 84 prósent kvenna upplifa óánægju með líkama sinn, sem er áhættuþáttur fyrir átröskun.

Nokkur lög Swift fjalla um átröskun, þar á meðal „You’re On Your Own Kid“ þar sem hún sýnir samúð með yngri sjálfri sér: „I hosted parties and starved my body, like I’d be saved by the perfect kiss.“ Swift talaði einnig opinskátt um átröskun sína og líkamsímynd í heimildarmynd sinni Miss Americana frá 2020. Þar segir hún: „Because if you're thin enough, then you don't have that ass that everybody wants, but if you have enough weight on you to have an ass, then your stomach isn't flat enough. It's all just fucking impossible.“

Allir geta látið ljós sitt skína

Utan tónlistar hefur Swift haft áhrif með fjölbreyttum hópi dansara á tónleikaröðinni sem kallast Eras Tour, sem hefur hjálpað til við að brjóta niður hugmyndina um að aðeins fólk með ákveðna líkamsbyggingu geti komið fram á sviði, samkvæmt höfundum rannsóknarinnar.

Þegar frægir einstaklingar tala opinberlega um andleg veikindi sem þeir hafa upplifað, getur það hjálpað til við að draga úr fordómum og vekja athygli á þessum vandamálum, samkvæmt Ameríska sálfræðifélaginu (American Psychological Association);.

„Þegar einstaklingur glímir við átröskun getur hann upplifað skömm og félagslega einangrun og misskilning,“ segir Maria Rago, PhD, forseti samtakanna National Association of Anorexia Nervosa and Associated Disorders (ANAD) í Chicago. „Að einhver sem þeir virða og geta tengt við, viðurkenni eigin baráttu, getur minnkað þessa einangrun, dregið úr skömm og hjálpað fólki að finna stuðning og skilning.“

Ég er fullkomin eins og ég er

Höfundar rannsóknarinnar komust að því að TikTok og Reddit notendur deildu reglulega eigin reynslu af átröskunum, mat og líkamsímynd í kjölfar færslna um Taylor Swift og líkamsímynd. Til dæmis skrifaði einn notandi: „Stolt af henni og sjálfri mér því hún kenndi mér að ég er fullkomin eins og ég er,“.

Margar athugasemdir og færslur sem skoðaðar voru í rannsókninni snerust um hve hvetjandi það var að sjá hugrekki Swift við að tala hreinskilið um eigin baráttu við líkamsímynd og átröskun, sagði í rannsókninni.

Hreinskilni hennar hafði einnig áhrif á aðra fræga einstaklinga eins og Lady Gaga, sem hefur opinberlega barist við átröskun, sagði í rannsókninni. Lady Gaga setti inn athugasemd á TikTok myndband um Miss Americana og hrósaði Swift fyrir að tala um átröskun sína

Ekki allar niðurstöður rannsóknarinnar voru þó jákvæðar. Sumir aðdáendur voru óánægðir eða efuðust um listræna ákvörðun Swift að sýna orðið „feit∏ á vog í myndbandi hennar fyrir lagið „Anti - Hero“ árið 2022. Myndbandið var fjarlægt fljótlega eftir útgáfu þess vegna viðbragða almennings.

Úr myndbandinu fyrir lagið „Anti - Hero“.

Rannsóknin ekki fullkomin

Þó rannsóknin hafi sýnt jákvæðar niðurstöður, hafði hún einnig takmarkanir. Til dæmis var rannsóknin ekki stýrð tilraun (e. controlled experiment) sem var hönnuð til að sanna hvort eða hvernig Swift gæti haft bein áhrif á líkamlega eða andlega heilsu aðdáenda. Þess í stað greindu rannsakendur gögnin með eiginlegri aðferðafræði með því að skoða athugasemdir og færslur um málefnið, sem beindist að því að varpa ljósi á algengar tilfinningar og þemu.

Samt sem áður benda niðurstöðurnar til að Swift hafi mikil áhrif á hvernig sumir aðdáendur líta á sjálfa sig, hvernig þeir borða og hvernig þeir líða varðandi útlit sitt, samkvæmt rannsókninni.

„Það er lítill vafi á því að ef hún kýs það, getur Swift verið öflug rödd fyrir heilsu, vellíðan og venjur sem gætu fært samfélagið nær hugmyndinni um líkamsfrelsi,“ sagði Dr. Pope í yfirlýsingu.