Félagarnir Cornel og Roberto voru með ítalska matarvagninn La Cucina á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum í ár. Nafnið La Cucina þýðir eldhúsið á ítölsku en Roberto hafði verið með það nafn í huga í mörg ár.

„Við byrjuðum með þetta á síðasta ári og notumst við 100% náttúrulegt kjöt til að búa til pylsurnar okkar. Við keyptum svo trukkinn í fyrra og byrjuðum að mæta á nokkra viðburði en þetta er án efa stærsti viðburðurinn hingað til,“ segir Cornel.

La Cucina var meðal annars í Hafnarfirði í síðustu viku og mætti vaginn einnig á Allt í Blóma hátíðina í Hveragerði. Þar að auki eru þeir Cornel og Roberto reglulega bókaðir í einkasamkvæmi.

„Við höfðum enga reynslu í að trukka svona, eins og þeir kalla það. Þannig við erum bara rétt að byrja. Ég hef unnið sem kokkur í tíu ár og félagi minn Roberto býr til pylsur, þannig allar pylsurnar sem við bjóðum upp á eru heimagerðar af honum.“

Vinirnir sögðust báðir mjög spenntir fyrir Götubitahátíðinni en ætla þó ekki að færa út kvíarnar alveg strax. „Við erum báðir með önnur verkefni, þannig það er alveg nóg að gera. Það væri kannski gaman að fara í samstarf við annan vagn en eins og er þá endurspeglar þetta bara ástríðu okkar.“

Félagarnir Cornel og Roberto voru með ítalska matarvagninn La Cucina á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum í ár. Nafnið La Cucina þýðir eldhúsið á ítölsku en Roberto hafði verið með það nafn í huga í mörg ár.

„Við byrjuðum með þetta á síðasta ári og notumst við 100% náttúrulegt kjöt til að búa til pylsurnar okkar. Við keyptum svo trukkinn í fyrra og byrjuðum að mæta á nokkra viðburði en þetta er án efa stærsti viðburðurinn hingað til,“ segir Cornel.

La Cucina var meðal annars í Hafnarfirði í síðustu viku og mætti vaginn einnig á Allt í Blóma hátíðina í Hveragerði. Þar að auki eru þeir Cornel og Roberto reglulega bókaðir í einkasamkvæmi.

„Við höfðum enga reynslu í að trukka svona, eins og þeir kalla það. Þannig við erum bara rétt að byrja. Ég hef unnið sem kokkur í tíu ár og félagi minn Roberto býr til pylsur, þannig allar pylsurnar sem við bjóðum upp á eru heimagerðar af honum.“

Vinirnir sögðust báðir mjög spenntir fyrir Götubitahátíðinni en ætla þó ekki að færa út kvíarnar alveg strax. „Við erum báðir með önnur verkefni, þannig það er alveg nóg að gera. Það væri kannski gaman að fara í samstarf við annan vagn en eins og er þá endurspeglar þetta bara ástríðu okkar.“