London er borg andstæðna sem sameinast á dularfullan hátt. Hún virðist geta verið bæði drottning og rokkstjarna með perlufesti á morgnana og í leðurbuxum um kvöldið. Hér býr fegurðin í óvæntu samspili – þar sem þú getur byrjað daginn á tei í lystigarði Buckinghamhallar, gengið um götur Notting Hill eða Shoreditch, og endað á þakbar með útsýni yfir dómkirkjuna og ljósaborgina í fjarska.
Það er eitthvað við loftið í London – blandan af gömlum múrsteinum og nýrri orku – sem kveikir löngun til að uppgötva, prófa nýtt og týna sér í menningu, mat og mannlífi. Þetta er borg sem fær þig til að vilja klæðast regnkápu, drekka espresso á gangstéttarkaffihúsi og skrifa fyrstu línuna í skáldsöguna þína (jafnvel þótt hún endi bara sem Instagram-færsla). Hvort sem þetta er fyrsta heimsóknin þín eða fimmta ferðin í röð, þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði