Nýr Nissan Leaf var frumsýndur í síðustu viku, á sjálfan þjóðarhátíðardaginn 17. júní. Er þetta þriðja kynslóð rafbílsins en bíllinn á lítið skylt við aðra kynslóð, sem var beint framhald af þeirri fyrstu.
Tvær rafhlöðuútgáfur verða í boði, 52 kWh og 75 kWh, sem gefa bílnum opinbera drægni upp á um 400 og 600 kílómetra. Þar með kemst Leaf í sama drægniflokk og samkeppnisbílarnir.
Nissan leggur sérstaka áherslu á skilvirkni bílsins við lengri og hraðari akstur og fullyrðir framleiðandinn að Leaf geti farið meira en 320 kílómetra á 130 km/klst stöðugum hraða.
Nýi bíllinn kemur á markað næsta vor í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann verður bæði framleiddur í Japan og Bretlandi. Verðið hefur ekki verið gefið upp.
Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.