Samkvæmt könnun sænska skógareigendafélagsins Mellanskog hafa 45% skógareigenda í Svíþjóð orðið fyrir þjófnaði á jólatrjám á síðustu fimm árum. Um 3,4 tré eru stolin á hverjum degi að meðaltali, sem samsvarar rúmlega 1,3 milljónum jólatrjáa.
Þjófnaðurinn er þá sérstaklega slæmur á svæðum nálægt þéttbýli en 78% skógareigenda sem búa innan fimm kílómetra frá þéttbýli hafa orðið fyrir þjófnaði.
„Við skógareigendur elskum auðvitað jólatré en grenitrén sem vaxa í kringum okkur eru í eigu einhvers sem heldur utan um skóginn, fjárfestir pening og hugsar um framtíðina. Það er alveg jafn rangt að taka grenitré í skóginum og að taka jólaskinku úr matvöruverslun,“ segir Marie Wickberg, skógareigandi og sjálfbærnistjóri hjá Mellanskog.
Hún hvetur fólk til að kaupa sjálfbært framleidd sænsk jólatré eða að hafa beint samband við landeiganda til að spyrjast fyrir um möguleika á að kaupa tré beint úr skóginum.