Góð leið til að losna við táfýlu úr skóm er að setja þá í þvottavélina með smá þvottaefni og borðediki sem eyðir upp allri lykt.
Passið bara að ef skórnir eru með reimum að taka þær úr og þvo sér, annað hvort í höndunum eða setja þær í lokaðan netapoka og inn í þvottavélina. En annars er hætta á að reimarnar festist í vélinni.
Þetta ráð gildir eingöngu um þá skó sem mega fara í þvottavélina.
Ráð fyrir þá skó sem mega ekki fara í þvottavélina er að þekja innleggið í skónum með matarsóda og leyfa honum að standa yfir nótt. Morguninn eftir getið þið svo ryksugað eða hellt matarsódanum úr skónum og gengið um í táfýlulausum skóm.