Eftir vinnu ætlar á næstu vikum að gefa lesendum hugmyndir af æfingum sem þeir geta nýtt sér sem innblástur fyrir sínar æfingar og til að auka vonandi fjölbreytni þeirra í ræktinni.
Í síðustu viku tókum við fyrir miðjuna okkar (core). Í þessari viku ætlum við að taka fyrir framanverð læri. Ef þig langar að geta labbað upp tröppur og fjöll án vandræða langt fram eftir aldri þá eru þetta æfingarnar fyrir þig.
Hnébeygja
- Fótastaðan í hnébeygju getur verið mismunandi eftir líkamsbyggingu, hreyfigetu og liðleika fólks.
- Gott er að miða við að standa með fætur í ca. axlarbreidd með tærnar vísandi örlítið út til hliðar.
- Passið að standa í allan fótinn þ.e. að hælar, litlu tær og stóru tær snerti alltaf gólfið á meðan hreyfingin er framkvæmd.
- Þrátt fyrir að æfingin sé með fókus á framanverð læri þá þarf samt sem áður að halda spennu í gegnum allan líkamann.
- Fyrir fulla hreyfingu þarf rassinn að fara niður fyrir 90 gráður.
Myndband af æfingunni má finna hér.
Fótarétta
- Framkvæmið æfinguna eins og sýnt er í myndbandinu hér að neðan eða samvkæmt leiðbeiningum á tækinu.
Myndband af æfingunni má finna hér.
Framstig
- Stígðu fram með annan fótinn og láttu aftara hnéð síga niður í átt að gólfi þannig að bæði hnén myndi ca. 90 gráðu horn.
- Spyrntu svo niður í fremri fótinn þannig að þú endir aftur eins og þú byrjaðir, standandi í uppréttri stöðu.
- Þú getur ýmist flakkað á milli fóta eða unnið bara með annan fótinn í einu.
Myndband af æfingunni má finna hér.