Hjónin Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, og Rúna Rut Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Microsoft, festu í síðasta mánuði kaup á íbúð í Naustavör 26 á 215 milljónir króna. Seljandi er Kristín Þorbjörg Jónsdóttir.

Íbúðin sjálf, sem er með gott sjávarútsýni, er 202,5 fermetrar og sérgeymsla í kjallara er 27,3 fermtrar. Samtals er eignin því 229,8 fermetrar að stærð auk þess sem henni fylgir tvö stæði í bílageymslu. Íbúðin inniheldur þrjú svefnherbergi. Fasteignamat eignarinnar nemur 159,9 milljónum króna.

Skráð byggingarár eignarinnar er 2018. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars var byggingaraðili Naustavarar 20-26.