Bandaríska tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir hótel sem þykja þau bestu þegar kemur að því að halda brúðkaup. Hótelin á listanum eru fjölbreytt. Allt frá sveitahótelum með búfénað í næstu girðingu upp í þakbrúðkaup með útsýni yfir New York.

The Ferrington House Inn er í Norður Karólínu. Hótelið er fimm stjörnu lúxushótel þar sem brúðhjón eru gefin saman úti á engi og veislan haldin í fallegri hlöðu sem er skreytt hundruðum ljósa.

Fyrir þá sem vilja Hollywood glamúr er Bel-Air hótelið tilvalið. Hótelið er falið í hlíðunum rétt fyrir utan miðborg Los Angeles. Hótelið hefur fengið andlitslyftingu og er nútímalegt en um leið hefur tekist að halda í sjarmann sem einkenndi hótelið í gamla daga.

The Inn at Dos Brisas er góður kostur fyrir fólk sem vill sleppa við að hringja í blómasala því innkeyrslan að hótelinu er umkringd blómahafi. Rósagarðurinn á hótelinu er vinsæll fyrir athöfnina á meðan veislur fara gjarnan fram á fimm stjörnu veitingastað hótelsins.

The Peninsula New York
The Peninsula New York

The Breakers Palm Beach
The Breakers Palm Beach

Hotel Bel-Air
Hotel Bel-Air

Wequassett Resort and Golf Club
Wequassett Resort and Golf Club

The Phoenician
The Phoenician

Four Seasons Jackson Hole
Four Seasons Jackson Hole

The Inn at Palmetto Bluff
The Inn at Palmetto Bluff

The inn at Dos Brisas
The inn at Dos Brisas

Fishing Lodge Cap Cana
Fishing Lodge Cap Cana