Torres EVX rafbíllinn frá KGM verður frumsýndur á laugardag frá 12-16 í nýjum sýningarsal KGM að Krókhálsi 9. Bíllinn er fyrsti rafbíllinn frá kóreska framleiðandanum KGM sem kemur í almenna sölu í Evrópu.
Hann byggir á sömu hönnun og Torres sportjeppinn sem KGM frumsýndi fyrr á árinu og leggur áherslu á rými, þægindi, gæði og sportlega hönnun. Þá bætir hann við nýjustu tækni, fyrsta flokks öryggi og frábærum aksturseiginleikum.
EVX kemur með nýjustu Blade rafhlöðutækninni frá BYD en hún er 73,4 kWh að stærð og skilar allt að 462 km drægni sem hentar fyrir daglegan akstur innanbæjar sem og lengri ferðalög. Hann er búinn nýjustu gerð Blade rafhlöðunnar frá BYD, sem er ein öflugasta og öruggasta rafhlaðan á markaðnum í dag.
Það sem lætur Torres EVX skara fram úr öðrum rafbílum er meðal annars milljón km rafhlöðuábyrgðin sem gildir í allt að 10 ár. Einnig er hægt að nota bílinn sem aflstöð með V2L (Vehicle 2 load) tengi og hægt að tengja kaffivélina eða hlaða rafmagnshjólið þegar þörf er á.
Rúmgott innanrýmið býður upp á þægindi og nútímalega hönnun, ásamt staðalbúnaði eins og Apple CarPlay, Google Android Auto, Bluetooth tengingu, USB- og AUX tengi að framan og leiðsögukerfi.
Með nægu innanrými og farmrými setur Torres EVX ný viðmið með allt að 1.662 lítra farangursrými. Hann státar einnig af allt að 1.500 kg. dráttargetu sem dregur tjaldvagna og minni fellihýsi.