Rafbíllinn Toyota bZ4X verður frumsýndur hér á landi á laugardag. Bíllinn verður í boði bæði framhjóla- og fjórhjóladrifinn.

Rafbíllinn bZ4X sameinar ýmsa kosti sem nútíma bíleigendur leita að, er þægilegur í akstri og búinn vandaðri innréttingu. 17,7 cm eru undir lægsta punkt og vaðdýpt er 50 cm.

Hinn nýi bZ4X er bæði fáanlegur með framdrifi, og kostar þannig búinn frá 7.350.000 kr., og með fjórhjóladrifi og kostar þá frá 7.860.000 kr.

Toyota bZ4X verður frumsýndur á laugardag hjá viðurkenndum söluailum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Opið verður frá kl. 12 – 16 og þá gefst gestum kostur á að skoða og reynsluaka nýjum bZ4X.