Útlitslega hefur Outlander ekki tekið byltingarkenndum breytingum heldur byggir Mitsubishi á mjög klassísku útliti. Það er helst að framendinn sé það fyrsta sem tekið er eftir en hann er mun kröftugri en á eldra módeli, brattari og ljósin mun fyrirferðarmeiri.

Annars er hér á ferðinni mjög vel heppnuð hönnun á einum vinsælasta bíl Mitsubishi. Bíllinn hefur aðeins stækkað en ekki ýkja mikið. Innanrýmið er líka gjörbreytt en heldur samt í klassískt útlit.

Virkar stærri en hann er Þegar sest er inn í Outlander er eins og maður sitji í stærri jeppa frekar enn í jepplingi. Innanrýmið er vel hannað og þægilegt fyrir ökumann sem og farþega. Innréttingin er fáanleg bæði í leðurlíki sem og leðri líkt og var í Instyle útgáfunni sem reynsluekið var.

Í Outlander Instyle er sjónlínuskjár fyrir ökumann auk 12,3” mælaborðs og 12,3” margmiðlunarskjás. Hægt er að breyta ásýnd mælaborðsins svo upplýsingarnar þar henti hverjum og einum.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.