Ippei Mizuhara, túlkur japanska hafnaboltaleikmannsins Shohei Ohtani, hefur verið rekinn af Los Angeles Dodgers eftir ásakanir um þjófnað í tengslum við íþróttaveðmál.
Slík veðmál eru lögleg í 38 ríkjum Bandaríkjanna en eru hins vegar enn ólögleg í Kaliforníu.
Samkvæmt ESPN voru að minnsta kosti 4,5 milljónir dala millifærðar af bankareikningi Ohtani til veðmangara. Hafnaboltaleikmaðurinn sjálfur er þó ekki sakaður um nein brot. Hafnaboltadeildin (MLB) bannar einnig leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum að veðja á leiki.
Talsmaður Los Angeles Dodgers hefur staðfest að verið sé að safna upplýsingum og að túlkurinn muni koma til með að missa vinnuna.
„Ég vil að allir viti að Shohei hafði ekkert með þetta að gera. Ég vil að fólk viti að ég vissi ekki að þetta væri ólöglegt. Ég lærði lexíu mína með erfiðum hætti og ég mun aldrei stunda þetta aftur,“ sagði Mizuhara í viðtali.
Hann sagði áður að Ohtani hafi hjálpað honum við að greiða niður veðmálsskuldir sínar en í ljós kom að leikmaðurinn vissi ekki af skuldunum og hafði Mizuhara því stolið fénu frá Ohtani.