Christian Stein, einn af æðstu yfirmönnum franska bílaframleiðandans Renault, segir rafbílamarkaðurinn í Evrópu sé tvískiptur. Stein var í viðtali í Viðskiptablaðinu, sem kom út í vikunni, í tilefni þess að Renault 5 rafbíllinn er nú kominn á markað. Renault 5 er sögulega einn best heppnaði bíll framleiðandans.
Hver er mikilvægasti markaðurinn fyrir Renault 5?
„Eins og þú veist er rafbílamarkaðurinn í Evrópu skiptur, Norður-Evrópa og Suður-Evrópa. Í Noregi er rafbílar með um 80% markaðshlutdeild, í Hollandi er hlutfallið næstum 40% og á stórum mörkuðum eins og Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi er hlutfallið á bilinu 15-18%. Ef þú ferð suður á bóginn er staðan allt önnur. Þar eru aðeins 5% bílakaupenda að kaupa rafbíla. Í hreinskilni sagt er R5 mjög mikilvægur fyrir Renault.“
Stein telur að Renault 5 muni ná góðum árangri í Norður-Evrópu. Í suðurhlutanum ráði tíska meiru, til dæmis á Ítalíu og þar gæti R5 opnað nýjan kaupendahóp og aukið eftirspurnina. Hann segir að það sé ekki svo á Ítalíu og Spáni að kaupendur hafi ekki áhuga á rafbílum. Alls ekki. Þeir þurfi að fá staðfestingu á því að þetta sé besti kosturinn, verðið viðráðanlegt, auðvelt sé að hlaða bílinn og svo framvegis.“
Hversu marga Renault 5 ætlið þið að framleiða á ári?
„Ég get ekki sagt þér það en vonandi verður eftirspurnin meiri en framboðið. Við erum full sjálfstrausts með þennan bíl og erum auðvitað undirbúin undir fyrir það að geta framleitt alla bíla sem við getum selt.“
Renault 5 verður framleiddur í Norður-Frakkalandi, íhlutir verða framleiddir í Cleon-verksmiðjunni og verksmiðjunni í Ruitz en bíllinn verður settur saman í Douai, sömu verksmiðju og flestir Renault 5 voru framleiddir í hér á árum áður.“
Allt að 50% sparnaður
Á frumsýningu bílsins sagðir þú frá því hvernig bíllinn getur hlaðið og afhlaðið sig, hvernig V2G (vehicle-to-grid) virkar. Segðu okkur aðeins frá því?
„Þetta er uppáhalds umfjöllunarefnið mitt,“ segir Stein. „Í fyrsta lagi þarf bílinn að vera búinn hleðslubúnaði, sem hleður og afhleður rafhlöðu bílsins, sem sagt hleðslubúnaði í báðar áttir. Síðan þarf að hafa sérstaka hleðslustöð, sem getur tekið rafmagnið af bílnum og að síðustu þarf að gera samning við orkusala, sem gerir eigandanum kleift að selja inn á dreifinetið.
Ég ætla að gefa þér einfalt dæmi. Þú kemur heim í lok dags eftir vinnu. Þú leggur bílnum. Þú tengir hann við hleðslustöðina og í gegnum símann gefur þú honum eftirfarandi skipun: Ágæti Renault, á morgun fer ég að heiman klukkan átta og ég vil að bíllinn sé 80-90% hlaðinn.
Í millitíðinni mun hleðslustöðin setja rafmagn á bílinn og taka það. Líklega í öllum löndum í heiminum mun bíllinn selja inn á kerfið milli klukkan 18 og 20 þegar rafmagnið er hvað dýrast og endurhlaða bílinn um þrjú leytið um nóttina þegar rafmagnið er ódýrast."
Stein segir að með þessu sé hægt að spara allt að 50% við að hlaða bíllinn.
„Að því sögðu þá fer það auðvitað eftir því í hvaða landi bíllinn er, hversu mikið hann er ekinn og hversu lengi hann er hlaðinn.“
Telur þú að sparnaðurinn sé svo mikill um allan heim?
„Þessar tölur höfum við reiknað fyrir Frakkland, Þýskaland og Bretland. Auðvitað er verð á raforku misjafnt milli landa en við teljum að að meðaltali geti sparnaðurinn verið um 50% í þessum þremur löndum.“
Viðtalið birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið það heild hér.