Land Rover kynnti í dag uppfærða útgáfu Range Rover Velar. Stærsta breytingin er nýr framendi og uppfærður skjár í mælaborði.
Einnig hefur framljósunum verið breytt sem og framstuðaranum.
Alexa frá Amazon er mætt í Velar. Ef þú til dæmis spyrð Alexu hvar kommúnistarnir eru þá telur hún upp fimm lönd í heiminum sem eru kommúnistaríki. Þeirra á meðal er Laos.
Í nýrri útgáfu mun verða allar uppfærslur á hugbúnaði í gegnum netið en hingað til þurftu menn að heimasækja verkstæði.
![](http://vb.overcastcdn.com/images/121698.width-1160.jpg)
Nafnið
Land Rover menn eru miklir snillingar í að vísa til fortíðar. Árið 1969 var bíll frá Land Rover í fyrsta sinn merktur Velar en það var fyrsta gerðin af Range Rover. Um þetta var fjallað í Áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar fyrir skömmu.
Í dag eru nýjir bílar vandlega huldir og haldið frá augum almennings. Rover menn fóru hins vegar þá leið að merkja 26 nýja Range Rover-a Velar, skráðu félagið Velar í bresku fyrirtækjaskrána, og settu þá á númeraplötur.
Velar kemur frá latneska og ítalska orðinu velare sem merkir að hylja eða fela.