Viðskiptablaðið tók saman nokkra veitingastaði sem munu brátt fara í jólabúning og útbúa vegleg jólahlaðborð fyrir pör, fjölskyldur og fyrirtæki.Það styttist óðum í jólin og varla er til betri leið að koma sér í jólaskapið en að fara á jólahlaðborð. Norræn jólastemning svífur yfir plöttunum á meðan ljúfir og dúnmjúkir jólatónar spila yfir borðhaldi. Viðskiptablaðið tók saman sýnishorn af úrvalinu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá pörum og fjölskyldum sem vilja gera sér glaðan dag til fyrirtækja sem vilja gera vel við starfsmenn sína í mat og drykk. Mikilvægt er að panta borð tímanlega, því margir staðir eru að verða þétt bókaðir. Börn 6-12 ára greiða venjulega hálft gjald en börn yngri en 5 ára greiða ekkert.

Hátíðlegt á Hilton

Hilton Reykjavík Nordica býður upp á glæsilega umgjörð í aðdraganda jóla nú sem endranær. Jólahlaðborðið verður alla föstudaga og laugardaga frá 17. nóvember til 9. desember og opnar salurinn klukkan 19:30. Hlaðborðin verða líkt og síðustu ár sett upp í forrými með fjölmörgum lifandi stöðvum þar sem gestir geta notið þess að spjalla við matreiðslumenn hússins og fræðast um jólamatinn svo sem reykta laxinn, sjávarréttarpatéið, hreyndýrapatéið, gröfnu gæsabringurnar, tvíreykta hangikjötið, kalkúninn og Risalamande. Nokkrir af þekktustu skemmtikröftum landsins munu sjá um að skemmta gestum og sjá Jogvan Hansen, Vignir Snær, Kalli Olgeirs og Stefanía Svavarsdóttir um tónlistina yfir borðhaldi. Um helgar býður veitingastað- urinn VOX upp á bröns og hádegisverðarhlaðborð á virkum dögum, en opnunartíminn er 11:30-14:00 mánudaga til laugardaga, en á sunnudögum er opið frá 11:30-15:00. Verð á mann: 11.400 kr., 4.950 kr. fyrir hádegisverðarhlaðborð á virkum dögum og 5.450 kr. fyrir bröns um helgar.

Satt jólaævintýri

Jólin hefjast þann 18. nóvember á Satt Restaurant á Reykjavík Natura á Nauthólsvegi 52. Hátíðlegt jólahlað- borð verður í boði á föstudags- og laugardagskvöldum allar helgar fram að jólum, auk hátíðarbröns um helgar. Haldið er fast í hefðirnar á Satt en á jólahlaðborðinu verður hægt að finna forrétti á borð við villigæsasúpu, hreindýrapaté og fimm sortir af síld, aðalrétti eins og kalkún, purusteik, dádýr og hnetusteik, og hefðbundna eftirrétti líkt og Risalamande. Þekktustu djassarar landsins leika sér með jólalögin undir borðhaldi um helgar fram til 16. desember. Einstök fjölskyldustemning ríkir á Satt og heyrst hefur að jólasveinninn eigi það til að kíkja við. Verð á mann: 10.400 kr. á kvöldin, 5.400 kr. fyrir hátíðarbröns um helgar.

Jólagleði í Garðabæ

Fannar Vernharðsson og Garðar Aron Guðbrandsson munu bjóða upp á glæsilegt jólahlaðborð á Mathúsi Garðabæjar í ár. Jólahlaðborðið hefst 16. nóvember og frá og með 18. nóvember er einnig jólabröns um helgar. Forréttir á borð við reyktar andarbringur og eftirréttir eins og Risalamande eru bornir fram á borðið á plöttum. Síðan er steikharhlaðborð með kalkún, andaconfit, nautalund og purusteik. Einnig er að að finna á hlað borðinu svartbaunabuff, grafinn lax, skelfisk ceviche, eplasalat og kartöflugratín. Mathús Garðabæjar er til húsa að Garðatorgi 4b í Garðabæ. Verð á mann: 9.500 kr. fimmtudaga til laugardags, 7.500 kr. sunnudaga til miðvikudaga, 4.500 kr. fyrir jólabröns.

Jólahlaðborð í sveitinni

Hótel Rangá á Suðurlandi býður upp á sitt sí- vinsæla skandinavíska jólahlaðborð á bökkum Eystri Rangár á föstudögum og laugardögum milli 1. og 16. desember. Hótelið er í aðeins klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Jólahlaðborðin hefjast klukkan 19 með jólaglöggi við barinn. Fjölmargir réttir verða í boði – önd, síld og bleikja í forrétt; íslenskar hreindýrabollur, marinerað lambalæri og purusteik í aðalrétt; og Risalamande og crème brûlée í eftirrétt, svo dæmi séu nefnd. Eftir borðhald verður jólastemmningunni haldið á lofti með lifandi tónlist. Hótel Rangá býður einnig upp á tilboðspakka sem inniheldur gistingu, morgunverðarhlaðborð og jólahlaðborð. Verð á mann: 9.900 kr., 23.450 kr. með gistingu fyrir tvo í Standard herbergi.

Nánar er fjallað um málið í Jólagjafahandbókinni, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .