Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er 33 ára Dalvíkingur sem starfar sem yfirkokkur á ION Adventure. Hún vann áður sem sous chef á Mími Restaurant á Hótel sögu en hún kláraði einmitt nemasamninginn sinn þar.

Í dag deilir Snædís með okkur girnilegri grilluppskrift fyrir fjóra.

Grillaður kálfaribeye, grillaður blaðlaukur, smjör eldaðir shitake sveppir og villisveppasósa

Snædís starfar sem yfirkokkur á ION Adventure.
Snædís starfar sem yfirkokkur á ION Adventure.

Villisveppasósa

Innihald:

  • 2 stk Shallot
  • 1 stk Lárviðalauf
  • 10 stk Svartur pipar
  • 1 stk Fennel
  • 500 ml Hvítvín
  • 500 ml Kjúklingasoð
  • 800 ml Rjómi
  • 150 gr Þurrkaðir villisveppir
  • Salt

Aðferð:

  • Shallot, fennel, lárviðalauf og pipar svitað á pönnu.
  • Hvítvíni bætt út í og soðið niður í helming.
  • Kjúklingasoði og villisveppum bætt út í og soðið niður í helming.
  • Rjóma er bætt út í og soðið niður í helming.
  • Sósan er sigtuð og smökkuð til með salti og pipar.

Shitake Sveppir

Innihald:

  • 400 gr Shitake sveppir
  • 150 gr Smjör
  • 4 stk Sítrónu timían
  • 2 stk Hvílauksgeirar
  • Salt
  • Olía

Aðferð:

  • Steikið sveppina á pönnu með smá olíu
  • Bætið við sítrónu timían, hvítlauksgeiranum og smjöri.
  • Smakkað til með salti.

Grillaður blaðlaukur

  • 4 stk Blaðlaukur
  • 200 gr Olía
  • Salt
  • Sítrónusafi

Aðferð:

  • Grillið blaðlauk þar til að ysta lagið er orðið brennt í gegn og safi farinn að leka úr miðju lauksins.
  • Takið brennda partinn og hendið í ofninn á 180°c og látið þurrkast alveg í gegn, tekur um 30 - 60 mín.
  • Blandið brennda blaðlauknum og olíu saman í blender og “blichið”.
  • Skerið grillaða blaðlaukinn og dressið með brenndu blaðlauksolíunni og sítrónusafa.

Snædís Xyza Jónsdóttir.
Snædís Xyza Jónsdóttir.

Grillaður Kálfaribeye

Innihald:

  • 1kg Kálfaribeye
  • Salt
  • Pipar
  • Sítrónutimían
  • Hvítlauksgeiri
  • Olía

Aðferð:

  • Skerið ribeyeið í 250 gr steikur.
  • Dressið ribeyeið með olíu, salti, pipar og kryddjurtunum.
  • Grillið kálfaribeyeið uppí 56°c og látið hvíla uppí 63°c.

Verði ykkur að góðu!