Alfreð Fannar Björnsson eða BBQ kóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður deilir sínum uppáhaldsrétti með lesendum, reverse sear grillaðri 80 daga dry aged tomahawk steik.
Athugið að hægt er að skipta tomahawk steikinni út fyrir venjulegt rib-eye.

Innihald:
- Tomahawk steik eða ribeye
- SPG kryddblanda
- Grillsalt með hvítlauk (val)
Aðferð:
- Byrjaðu á því að kveikja upp í kolagrillinu og stilla það á 120°C, hafðu kolin öðru megin í grillinu.
- Kryddið ribeye eða tomahawk með SPG kryddblöndunni.
- Skellið steikinni á í óbeinan hita (ekki yfir kolin) og leyfið henni að ná 50° C í kjarnhita.
- Takið steikina af og kyndið grillið í 300 – 400° C.
- Brúnið steikina í 30 – 60 sekúndur á hlið
- Leyfið henni að hvíla í 10 mínútur áður en þið ég skerið í hana.
- Gott er að strá Grillsalti með hvítlauk yfir steikina.