Um 4.500 kílómetra suðvestur af Reykjavík er borg sem Íslendingar kannast eflaust ekki margir við en einhverjir eiga eftir að elska. Pittsburgh er önnur stærsta borgin í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna með ríflega 300 þúsund íbúa.

Um 4.500 kílómetra suðvestur af Reykjavík er borg sem Íslendingar kannast eflaust ekki margir við en einhverjir eiga eftir að elska. Pittsburgh er önnur stærsta borgin í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna með ríflega 300 þúsund íbúa.

Í Pittsburgh má finna leifar af gamla stáltímanum víða um borgina en það sést til að mynda við göngu um hið stögufræga Strip District hverfi.

Á síðustu öld var hverfið uppfullt af verksmiðjum og flutningabílum en í dag er um að ræða líflegt hverfi með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum. Um hverja helgi er hverfið síðan uppfullt af sölutjöldum þar sem hægt er að kaupa allt á milli himins og jarðar.

Strip District iðar af lífi um helgar.

Enginn skortur er á menningu í borginni með söfnum á borð við Carnegie lista-, náttúru- og vísindasöfnin, Andy Warhol safnið og John Heinz sögusafnið auk smærri safna eins og hið litríka Randyland og Bicycle Heaven.

Þá er leiklistarsenan stór, þökk sé að stórum hluta Carnegie Mellon háskólans, sem var sá fyrsti í sögu Bandaríkjanna til að bjóða upp á gráðu í leiklist.

Gula og svarta veldið

Að lokum er ekki hægt að ræða sögu og menningu Pittsburgh án þess að koma inn á íþróttaveldi borgarinnar.

Þó að einhverjir þekki ekki til Pittsburgh ættu margir að kannast við ameríska fótboltaliðið Pittsburgh Steelers. Liðið var stofnað fyrir níu áratugum síðan og hefur unnið Ofurskálina eða Super Bowl oftast af öllum NFL-liðum eða sex sinnum.

Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger leiddi Steelers til sjötta Super Bowl-titilsins árið 2009.
© epa (epa)

Það er þó ekki aðeins amerískur fótbolti sem Pittsburgh sérhæfir sig í heldur setur hafnabolti og íshokkí svip sinn á borgina, með liðunum Pittsburgh Pirates og Pittsburgh Penguins. Þá er borgin meira að segja með knattspyrnuliðið Pittsburgh Riverhounds.

Þó að um mismunandi íþróttir sé að ræða eiga öll liðin einn hlut sameiginlegan þar sem þau eru með einkennislitina svartan og gulan en Pittsburgh er eina borgin í Bandaríkjunum þar sem öll íþróttaliðin keppa í sömu litunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.