Birgir Rúnar Halldórsson, eigandi kjúklingavængjastaðarins Wingman, var meðal þeirra sem elduðu fyrir gesti Götubitahátíðarinnar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík síðustu helgi. Vagninn hefur selt kjúklingavængi í mörg ár og bauð í ár upp á nýjung fyrir viðskiptavini.

Kjúklingavængir hafa gjarnan slegið í gegn á Götubitahátíðinni og má þá nefna Just Wingin‘ It sem byrjaði á þeirri hátíð rétt áður en fyrsti veitingastaður þeirra opnaði.

Birgir Rúnar Halldórsson, eigandi kjúklingavængjastaðarins Wingman, var meðal þeirra sem elduðu fyrir gesti Götubitahátíðarinnar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík síðustu helgi. Vagninn hefur selt kjúklingavængi í mörg ár og bauð í ár upp á nýjung fyrir viðskiptavini.

Kjúklingavængir hafa gjarnan slegið í gegn á Götubitahátíðinni og má þá nefna Just Wingin‘ It sem byrjaði á þeirri hátíð rétt áður en fyrsti veitingastaður þeirra opnaði.

„Við byrjuðum reyndar á undan Just Wingin‘ It en þegar við byrjuðum þá var mikið um kjúklingabringumenningu á Íslandi. Þá voru bara bringur að seljast og alltaf nóg til af vængjum en svo allt í einu eftir 2017 þá byrjaði að aukast vængjamenningin,“ segir Birgir.

Birgir segir að það sé mjög erfitt fyrir kokka að fá vængi í dag.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Aðspurður um þróunina segir hann að NFL-deildin og bandaríska ofurskálin gætu hafa hjálpað til en á undanförnum árum hefur verið mikið að gera hjá Wingman. „Maður var allavega farinn að mæta í öll hverfi í gegnum Covid og svo á allar hátíðir frá 2017 til 2019.“

Birgir segir að það sé mjög erfitt að fá vængi í dag og að birgjar séu hættir að taka á móti nýjum viðskiptavinum. Hann segir að það séu margar ástæður fyrir skortinum en Wingman lét það þó ekki stöðva sig með því að bjóða upp á nýja tegund á hátíðinni sem kallaðist Örninn.