Hinn nýi smart #1 vann Gullna stýrið í flokknum „Besti bíllinn undir 50.0000 evrum“ en verð­launin eru ein eftir­sóttustu bíla­verð­laun Þýska­lands.

Verðlaunin voru nú veitt í 47. sinn í höfuð­stöðvum Axel Springer Verlag í Ber­lín en frá árinu 1976 hafa tíma­ritið AUTO BILD og dag­blaðið BILD am Sonntag ár­lega heiðrað bestu bílana í Þýska­landi.

Verð­launin eru veitt af les­endum AUTO BILD og sér­fræði­dóm­nefnd: Les­endur velja sína eftir­lætis­bíla í á­kveðnum flokkum.

Bílarnir eru síðan prófaðir og metnir af frægum ein­stak­lingum, tækni­mönnum, kapp­aksturs­mönnum og sér­fræðingum á borð við Robin Hornig, rit­stjóra AUTO BILD og Robert Schneider, rit­stjóra BILD.

Hver sér­fræðingur metur mis­munandi þætti bílanna út frá sinni þekkingu og á­herslum sem tryggir hlut­lægt mat.

Það sem gerir sigur Smart #1 sér­stakan er að raf­bíll hafi staðið sig betur en hybrid-bílar og bílar með bruna­hreyfla.

Smart #1 býður upp á mikla drægni eða allt að 440 km skv. WLTP-prófun. Hann er tölu­vert frá­brugðinn fyrri smart-út­færslum þar sem hann rúmar heila fjöl­skyldu.

Bíllinn er 4,27 m að lengd og er því nægi­lega stór fyrir fimm manna fjöl­skyldu í fríi eða til að geyma alla inn­kaupa­pokana án þess að bíllinn tapi hentug­leika sínum fyrir innan­bæjar­akstur.

Einnig er hægt að hlaða raf­hlöðuna í smart #1 úr 10 og upp í 80% á að­eins 30 mínútum með 150 kW jafn­straumi.

Boðið er upp á nokkrar vöru­línur af hverri út­færslu. Smart #1 Pro+ eru grunn­út­færsla. Smart #1 Pules býður upp á aukna drægni og allan fáan­legan búnað og er einnig fjór­hjóla­drifinn.

Þar á eftir kemur smart #1 BRABUS sem er á­fram­hald af vel heppnuðu sam­starfi smart og bíla­fyrir­tækisins BRABUS og er sér­stak­lega ætlaður öku­mönnum sem kjósa sport­legan akstur. Allar vöru­línur bjóða upp á heillandi eigin­leika á borð við lykla­lausa opnun og aksturs­að­stoðar­kerfi. Fjöl­breytt lita­úr­val gefur við­skipta­vinum tæki­færi til að tjá sig.