Fréttamiðillinn Wall Street Journal spyr hvers vegna svo margar víntegundir, sem fá ekki eins mikla umfjöllun, séu oft bornar saman við aðrar tegundir sem fólk þekkir betur.
Sem dæmi má nefna rauðvínið Rosso di Montalcino frá Toskana sem hefur oft verið kallað „barna Brunello“. Þrátt fyrir að Brunello di Montalcino og Rosso di Montalcino séu framleidd á sama stað og úr sömu þrúgunni er Brunello talið vera eitt af bestu vínum í heimi á meðan Rosso á það til að gleymast.
Bæði vínin eru framleidd í Montalcino-sveitarfélaginu í Toskana í Siena-héraði á Ítalíu. Svæðið er mjög þekkt fyrir rútuferðir og vín og er bærinn Montalcino mjög vinsæll ferðamannastaður. Brunello og Rosso eru unnin úr Sangiovese-þrúgunni en framleiðsla þessara víntegunda er gjörólík.
Brunello di Montalcino er látið þroskast í tunnum og flöskum í langan tíma og fer ekki á markað fyrr en nokkrum árum eða jafnvel áratugum eftir framleiðslu. Rosso-vínin fá hins vegar styttri tíma í geymslu og eru oft drukkin á meðan þau eru frekar ung. Af þessari ástæðu eru Rosso-vínin ódýrari, en í Vínbúðinni kosta þær flöskur um 3.500 - 5.500 krónur á meðan flaska af Brunello getur kostað allt upp í 16 þúsund krónur.
Reglur um framleiðslu á Brunello eru vissulega strangari. Til að mynda má ekki framleiða meira en átta tonn úr einum víngarði í einu og verða vínin að þroskast í tvö ár í tunnu og minnst fjóra mánuði í flösku. Enga Brunello-flaska má svo selja fyrr en 1. janúar, á fimmta ári eftir uppskeru.
Bernardino Sani, vínframleiðandi og forstjóri Argiano-víngerðarinnar, lýsir Rosso sem „gott, ferskt og vinalegt“ Toskanrautt rauðvín. Hann segist drekka Rosso næstum á hverjum degi með kvöldmat og skiptir svo yfir í Brunello um helgar þegar hann drekkur vín með fjölskyldu og vinum.
Hann sendi blaðamanni til að mynda lista af mat sem fer vel með báðum víntegundum. Að hans sögn fer Rosso best með Toskanpasta, osti og pizzu og ef vínið er borið fram kalt þá má neyta þess með fiski. Brunello er hins vegar best með réttum eins og pasta carbonara og steiktu kjöti.