Sólin skín loksins og allt í einu finnst manni eins og Ísland sé orðin suðrænn áfangastaður. En með meiri birtu og hita kemur líka sú spurning sem margir velta fyrir sér í seinni tíð: Hvaða sólarvörn á ég að nota – og þarf ég hana í alvöru á Íslandi?
Stutta svarið er: já, þú þarft sólarvörn. Og hér er allt sem þú þarft að vita áður en þú skellir þér út í sumarið.
SPF tölurnar skipta máli, en ekki öllu máli
SPF (Sun Protection Factor) segir til um hversu vel varan verndar gegn UVB-geislum – þeim sem valda sólbruna. Flestir ættu að miða við SPF 30 eða hærra, sérstaklega ef dvalið er lengi úti. En það skiptir líka máli að sólarvörnin veiti „breiðvirka vörn“, sem ver gegn bæði UVB og UVA-geislum – því þeir stuðla að ótímabærri öldrun húðarinnar.
Magnið er oft vanmetið
Ef þú notar bara smá skvettu, ertu í raun ekki með næga vörn. Ráðleggingin er einföld: eina matskeið (um 30 ml) fyrir allan líkamann. Það er meira en þú heldur. Andlitið eitt þarf u.þ.b. hálfa teskeið.
Einu sinni er ekki nóg
Flestir bera á sig sólarvörn á morgnana – og gleyma henni síðan. Það er ein helsta ástæða fyrir sólbruna. Sólarvörn þarf að endurbera á tveggja tíma fresti, eða oftar ef þú svitnar, syndir eða þurrkar þér með handklæði. Já, það getur verið vesen – en það er líka sársaukafullt að gleymda því.
Skýin blekkja
Það eru margir sem sleppa því að bera á sig ef það er skýjað. En UV-geislar komast í gegnum ský og valda jafnvel meiri skaða þegar fólk er ekki á varðbergi. Þú getur verið að skaða húðina án þess að finna neitt fyrr en seinna.
Mismunandi húðtegundir
Ef þú ert með viðkvæma húð – t.d. ert þú með rósroða eða ert fljót/ur að fá útbrot – leitaðu að sólarvörnum sem innihalda zinc oxide eða titanium dioxide. Þær eru kallaðar steinefnasólarvarnir (eða „mineral sunscreens“) og eru oft mildari og minna ertandi.