Það er ekki einfalt að vera kylfingur á Íslandi. Við vitum öll hvernig veðrið hagar sér hérna. Bíddu í eina mínútu. Sól og logn. Rok. Rigning. Sól og rigning. Meira rok. Logn.

Það er ekki einfalt að vera kylfingur á Íslandi. Við vitum öll hvernig veðrið hagar sér hérna. Bíddu í eina mínútu. Sól og logn. Rok. Rigning. Sól og rigning. Meira rok. Logn.

Það er því ekki beint auðvelt að klæða sig fyrir hringinn. Taka þarf með aukafatnað og vara aukafatnað. Allt til þess að bregðast við veðuraðstæðum sem geta komið meðan á golfhringnum stendur.

Golf er tæknilega flókin íþrótt. Ef einhver hefur sagt annað, þá er það ekki svo. Fingragrip. Sjá vinstra handarbakið og tvo hnúa. Heilsa kylfunni með hægri og halda með fingrunum. Loka gripinu. Ná góðri íþróttalegri stöðu. Sveifla kylfunni með glæsibrag og halda jafnvægi í sveiflunni.

Þetta er grunnurinn. En undir hverjum og einum lið eru 100 atriði til viðbótar. Nóg að hugsa um. Ofan á það bætist svo spurningin hvernig kylfingurinn sem heldur á kylfunni á að vera klæddur. 

Lúkkið í lagi

Fyrsta og mikilvægasta atriðið þegar þú mætir á völlinn er að lúkkið sé í lagi. Kylfingur klæddur eins og klipptur út úr tízkublaði þarf ekki að svara erfiðum spurningum á fyrsta teig eða að leik loknum.

Þetta eiga allir að geta, því blessunarlega er það svo að golfverslanir landsins bjóða upp á frábært úrval af móðins golffatnaði á góðu verði. Meira að segja er hér að finna verslanir sem sérhæfa sig í golffatnaði á kvenfólk. Það er frábært.

Sé horft til baka, þá var í eina tíð stranglega bannað að leika golf í íþróttaskóm. Það var ekki bjóðandi. Golfskór voru þá flestir óþægilegir og með frekar lummó leðurtungu sem var yfir reimarnar. Ef það var blautt voru notuð golfstíg vél. Einstaklega hallærisleg en í þá daga voru ekki til þau frábæru efni sem gera golfskó vatnshelda.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Golf, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.