UNDIR er nýtt íslenskt 3D stúdíó, stofnað af tveimur af þrívíddarhönnuðum, Einari Rögnvaldssyni og Mána Sigfússyni.
Undanfarin ár hafa þeir Einar og Máni komið að fjöldamörgum verkefnum fyrir
fjölbreyttan hóp viðskiptavina bæði hérlendis og erlendis, allt frá Bioeffect til AC/DC
ásamt því að hafa átt í nánu samstarfi við danska hljóðtæknirisann Steel Series, sem
margir í leikjaheiminn kannast vel við.
UNDIR býður upp á þrívíddarhönnun og þróaða CGI vinnu (e. computer-generated
imagery). Með þessum tæknilegu töfrum, í bland við sterka listræna sýn vilja þeir Máni og Einar skapa afurðir sem skara fram úr og vekja athygli um allan heim.
„Við viljum kynna nýja möguleika og tækni fyrir fyrirtækjum sem vilja gera eitthvað
öðruvísi – eitthvað sem fólk tekur eftir. Með þessari tækni eru möguleikarnir í
myndvinnslu í raun endalausir. Það er allt hægt með CGI í dag.”, segir Máni
Sigfússon, framkvæmdastjóri UNDIR.
Áhugasamir geta séð brot af verkefnum UNDIR á undir.is og instagram @u_n_d_i_r