Alan Waxman, stofnandi bandaríska fjárfestingasjóðsins Sixth Street, sem gerðist bakhjarl FC Barcelona og Real Madrid fyrir rúmu ári, boðar breytingar á evrópskri knattspyrnu í viðtali við Financial Times.
Að sögn Waxman er þörf á meiri spennu og drama í leiki í Evrópu til að laða nýja áhorfendur að og halda í þá gömlu en sífellt meira framboð af afþreyingarefni kalli á nýsköpun og fjölbreyttari fjárfestingar.
„Ef þú skapar ekki meira drama þá getur þú tapað kjarnanum og þegar það gerist verður erfitt að ná fólki aftur,“ segir Waxman en hann telur helstu vaxtarmöguleikana felast í kvennaknattspyrnu.