Eliza segir tækifærin vera mörg fyrir fyrrverandi þjóðhöfðingja en að makarnir þurfi að hafa meira fyrir því að sækja sín eigin tækifæri.
„Þau koma ekki til manns á silfurfati. En ég hef upplifað það líka sem kona af erlendum uppruna á Íslandi, að við komum kannski ekki fyrst upp í hugann þegar verið er að leita að einstaklingum fyrir ný verkefni. Ég er meira vön því hér að hugsa um það sem mig langar að gera og finna leið til að komast þangað, ekki að bíða eftir að allt komi til mín.“
„Það er skekkja í því að tuttugu prósent þjóðarinnar séu af erlendum uppruna en eru lítt sýnileg,“ segir Eliza. „Þetta á við um fleiri minnihlutahópa. Það er mikilvægt að við tökum meðvitaðar ákvarðanir um að breyta þessu og gefa öllum tækifæri.“
Hún vill meiri sýnileika og þátttöku allra hópa í samfélaginu og vinnur að því að skapa slík tækifæri. „Ég mun halda áfram að halda fyrirlestra og vonast til að hvetja fleiri konur og einstaklinga af erlendum uppruna til að sækja sín tækifæri.“
Viðtalið við Elizu Reid er að finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.