Söngvarinn og goðsögnin Kenny Rogers lést í mars 2020 en hann var þá orðinn 81 árs. Einu ári á undan hafði hann þó keypt villu fyrir 1,7 milljónir dala í Sandy Springs í Georgíu-ríki til að geta verið nær læknateymi sínu.

Fjórum árum seinna hefur ekkja Kenny, Wanda Rogers-Webb, fundið sér nýjan mann og er að flytja. Fjölskyldan hefur því ákveðið að selja 700 fermetra villuna fyrir tæpar 2,4 milljónir dala, eða sem nemur 330 milljónum króna.

Söngvarinn og goðsögnin Kenny Rogers lést í mars 2020 en hann var þá orðinn 81 árs. Einu ári á undan hafði hann þó keypt villu fyrir 1,7 milljónir dala í Sandy Springs í Georgíu-ríki til að geta verið nær læknateymi sínu.

Fjórum árum seinna hefur ekkja Kenny, Wanda Rogers-Webb, fundið sér nýjan mann og er að flytja. Fjölskyldan hefur því ákveðið að selja 700 fermetra villuna fyrir tæpar 2,4 milljónir dala, eða sem nemur 330 milljónum króna.

„Þetta var síðasta heimili okkar með Kenny. Það að taka svona ákvörðun var svolítið biturt fyrir mig og strákana,“ segir Wanda sem var gift söngvaranum í meira en 20 ár.

Tveggja og hálfs hektara lóðin inniheldur meðal annars sundlaug og innkeyrslu þar sem Kenny geymdi golfbílinn sinn sem notaði til að keyra um og njóta útsýnisins.

Samkvæmt WSJ jókst sala á lúxusheimilum á Sandy Springs-svæðinu um 15,1% á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þá var dýrasta hús svæðisins keypt á 19,8 milljónir dala, aðeins 10 kílómetrum frá húsinu hans Kenny.