Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, fór fram á Grand Hótel, þriðjudaginn 5. apríl síðastliðinn.
Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt opnunarávarp á fundinum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Vel var mætt á fundinn, en hann var opinn öllum sem höfðu skráð sig. Auk þess var fundinum streymt.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Grænvangs, ávarpaði fundinn.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggsmála allra álvera Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, og Tómas Már Sigurðsson, Forstjóri HS Orku. Þau ræddu um hvernig Ísland verður kolefnishlutlaust.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Þau ræddu um forskot Íslands í átt að jarðefnaeldsneytisleysi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Grænvangs, héldu öll ávörp á fundinum.
© Aðsend mynd (AÐSEND)