Árið 2007 á sér sérstakan stað í vitund Íslendinga en eftir efnahagshrunið var árið táknmynd góðæris hér á landi. Sala lúxusbíla náði hámarki á Íslandi á hátindi góðærisins 2007. Hér er farið yfir vinsælustu lúxusjeppana þetta ár.
Mercedes-Benz ML
Ný kynslóð af hinum stóra og stæðilega Mercedes-Benz ML lúxusjeppa kom á markað 2005 og seldist vel í góðærinu 2007. Vinsælasta dísilútfærslan ML 320 er með 3,0 lítra V6 vél með forþjöppu sem skilaði 222 hestöflum og alls 570 Nm í togi.
Mercedez-Benz ML er stór lúxusjeppi og með mikil þægindi sem margir sóttust eftir. Fjórhjóladrifið í ML jeppanum er tæknilegt og eitt það besta í bílum frá þessum tíma. ML var einnig í boði með bensínvélum sem voru talsverðar eyðsluklær. Þess má geta að þetta ár kom ML 63 AMG útfærsla með 507 hestafla vél á markaðinn.
Nánar er fjallað um vinsælustu lúxusjeppana árið 2007 í tímaritinu Áramót, sem kom út í morgun.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði