Nýja kynslóðin af xBox, sem heitir xBox One fer í sölu í Bretlandi og Bandaríkjunum á miðnætti. Í Bretlandi verða 300 verslanir Game verslunarkeðjunnar opnar á miðnætti og munu selja tölvuna. Eldri kynslóð af xBox er frá árinu 2005.

Nýlega kom nýjasta útgáfan af Playstation, sem heitir einfaldlega Playstation IV, út. Viðskiptablaðið greindi frá því að á einum sólarhring hefðu milljón eintök af henni selst.