Xbox One, nýja leikjatölvan frá Microsoft, kemur á markað þann 22. nóvember næstkomandi. Tölvan fer fyrst á markað í þremur löndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Írlandi, Kanada, Þýskalandi, Spáni, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Brasilíu, Mexíkó, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Tölvan verður svo til sölu í öðrum ríkjum snemma á næsta ári. Þessi tímasetning þýðir að tölvan kemur á markað einni viku á undan nýju Playstation tölvunni. Undantekningin er Norður Ameríka, en þar fer Playstation á markað 15. Nóvember.

Greint er frá þessu á vef BBC.