Iceland Seafood International (ISI) hefur ráðið Öldu Björk Óskarsdóttir sem fjármálastjóra samstæðunnar, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hún tekur við starfinu af Reyni Jónssyni sem ákvað að láta af störfum hjá félaginu eftir tíu ára starf.

Iceland Seafood International (ISI) hefur ráðið Öldu Björk Óskarsdóttir sem fjármálastjóra samstæðunnar, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hún tekur við starfinu af Reyni Jónssyni sem ákvað að láta af störfum hjá félaginu eftir tíu ára starf.

Alda Björk kemur til ISI frá íslenska tæknifyrirtækinu Treble Technologies þar sem hún hefur starfað í rúmt ár. Þar áður starfaði hún á fjármálasviði heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health og þar áður sem endurskoðandi hjá Grant Thornton og PwC.

Alda Björk er með MSc gráðu í reikningsskilum og alþjóðlegum viðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.