Alexandra Sól Ingólfsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samfélagsmiðlahússins og umboðsskrifstofunnar Swipe Media. Alexandra verður jafnframt meðeigandi í félaginu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Alexandra er menntaður stjórnmála- og kynjafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem verslunarstjóri í Extraloppunni í Smáralindinni áður en hún hóf störf hjá Swipe á síðasta ári.

„Það er margt í pípunum hjá okkur í Swipe þar sem við erum meðal annars að þróa hugbúnað sem á að nýtast áhrifavöldum út um allan heim, ásamt því að halda áfram að byggja upp umboðsskrifstofa okkar fyrir áhrifavalda hér á Íslandi og erlendis,“ segir Gunnar Birgisson, meðstofnandi og meðeigandi Swipe.

„Alexandra mun stýra umboðsskrifstofunni þar sem við munum halda áfram að veita okkar áhrifavöldum eins góða þjónustu og mögulegt er," bætir Gunnar við.

Swipe Media sérhæfir sig í því að aðstoða áhrifavalda að láta drauma sína rætast. Fyrirtækið hóf nýverið starfsemi í Bretlandi þar sem markmiðið er að vinna með áhrifavöldum þar í landi.