Reynir Stefánsson var í síðasta mánuði ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar en hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun, sölu, markaðsmálum, rekstri fyrirtækja og hefur leitt fjölbreytt verkefni í mismunandi atvinnugreinum.
Hann er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og diplómu í viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri.
„Ég hef alltaf verið nátengdur viðskiptum, sölu- og markaðsmálum og uppbyggingu á einhverju nýju. Mig hafði líka alltaf dreymt um að fara í MBA-nám en það er mjög krefjandi og skemmtilegt nám og ég sé alls ekki eftir því.“
Reynir segir að það séu spennandi tímar framundan fyrir dekkjaiðnaðinn en umsvif í nýskráningum fólksbíla á Íslandi hafa meðal annars stóraukist undanfarin misseri.
Nána er fjallað um Reyni í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.