Anna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin innri endurskoðandi MP banka. Tilkynnt var í morgun að hún ætlaði að hætta sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins.
Fram kemur í tilkynningu frá MP banka að Anna Sif hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði fjármála og endurskoðunar. Áður en hún hóf störf hjá Regin árið 2009 vann hjá sem Landic Ísland, forstöðumaður reikningshalds hjá Fasteignafélaginu Stoðum og sem viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG.
Anna Sif er löggiltur endurskoðandi, með Cand Oecon gráðu í viðskiptafræði og BA í sagnfræði frá Háskóla Íslands.
Innri endurskoðandi MP banka heyrir undir stjórn og starfar óháð öðrum deildum í skipulagi bankans. Hann er hluti af eftirlitskerfi bankans og miða störf hans að því að efla virkni áhættustjórnunar og eftirlits.