Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti og var kosningaþátttaka 84,95%.

Eitt framboð barst til formanns og níu framboð bárust til almennra stjórnarsæta. Árni Sigurjónsson var þá endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins með 98,05% atkvæða.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti og var kosningaþátttaka 84,95%.

Eitt framboð barst til formanns og níu framboð bárust til almennra stjórnarsæta. Árni Sigurjónsson var þá endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins með 98,05% atkvæða.

Þau sem hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:

Arna Arnardóttir, gullsmiður

Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center

Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa

Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma

Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar Byggingafélag

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál

Karl Andreassen, Ístak

Magnús Hilmar Helgason, Launafl

Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn