Fyrr í þessum mánuði tók Margrét Gunnlaugsdóttir við nýrri stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Advania á Íslandi. Hún hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins síðan 2020 og var þá áður framkvæmdastjóri Sérlausna.

Margrét hóf störf hjá Advania árið 2018, fyrst sem forstöðukona viðskiptaþróunar rekstrarlausna. Þá fór hún fyrir mannauðslausnum félagsins um skeið, en síðustu fjögur ár hefur hún verið framkvæmdastjóri Sérlausna.

„Ég tók mér smá hlé eftir Verzló og fór síðan í viðskiptafræði þar sem ég var með það í hausnum að verða ráðgjafi í viðskiptageiranum. Ég tók öll valfög sem tengdust upplýsingatækni og með námi vann ég hjá fyrirtæki sem þá hét Verkfræðistofan Strengur.“

Margrét vann þar til ársins 2004 en þá færði hún sig yfir í framkvæmdastjórn Maritech, sem í dag heitir Wise. Árið 2014 byrjaði hún síðan að vinna hjá Já hf. sem vöru- og viðskiptastjóri.

Nánar er fjallað um Margréti í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.